Efla þarf forvarnir gegn orkudrykkjum

 Á heimasíðu Skagafjarðar er sagt frá því að nýleg rannsókn bendir til þess að orkudrykkir geti aukið áfengisvanda ungmenna. Læknir á Vogi telur að efla þurfi forvarnir gegn orkudrykkjum.

Greint var frá þessari nýju rannsókn á fréttavef RÚV en rannsóknin er bandarísk þar sem fram kemur að ungmenni sem neyta orkudrykkja eru líklegri til að eiga í áfengisvanda en annað ungt fólk. Hér á landi hefur neysla unglinga á orkudrykkjum aukist mjög undanfarin ár og þá hefur einnig færst í vöxt hérlendis að orkudrykkir séu notaðir út í áfenga drykki til að þola betur slævandi áhrif þeirra. Slíkt er aftur á móti ekki talið ráðlegt því á sama tíma eru orkudrykkirnir taldir auka blóðþrýsting og hjartslátt neytenda.

Í samtali við RÚV varar Valgerður Rúnarsdóttir, læknir á Vogi, við neyslu orkudrykkja samhliða áfengi. Hún telur ráðlegt að efla forvarnir gegn neyslu orkudrykkja hér á landi.

Fleiri fréttir