Efri-Fitjar sauðfjárræktarbú ársins 2025
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Lokað efni
08.05.2025
kl. 11.45
Á fagfundi sauðfjárræktarinnar, sem haldinn var á Húsavík 12. apríl síðastliðinn, var búið Efri-Fitjar í Fitjárdal í Vestur-Húnavatnssýslu útnefnt sauðfjárræktarbú ársins og var bændum veittur farandgripurinn Halldórsskjöldurinn af því tilefni. Að búrekstri á Efri-Fitjum standa þau Gunnar Þorgeirsson og Gréta Brimrún Karlsdóttir ásamt syni þeirra, Jóhannesi Geir Gunnarssyni, og konu hans, Stellu Dröfn Bjarnadóttur. Gunnar er uppalinn á Efri-Fitjum og kom inn í búreksturinn með föður sínum 1986, segir á huni.is