Ég ætlaði alltaf að sigra þetta
feykir.is
Skagafjörður
16.10.2008
kl. 11.38
Í Feyki sem kemur út í dag eru viðtöl við tvær konur sem hafa greinst með krabbamein. Viðtölin eru í tilefni af bleikum dögum og söfnunarátaki Krabbameinsfélagsins sem nú stendur sem hæst.
Þetta eru mjög athyglisverð viðtöl við Hrefnu Guðmundsdóttur sem fyrir sjö árum síðan sigraðist á krabbameini og Margréti Yngvadóttur sem þessa mánuðina er í fullri vinnu við að berjast við brjóstakrabbamein. Hrefna segir að hún hafi alltaf ætlað að sigra þetta og Margrét vill meina að þetta sé hennar vinna núna.