„Eiga aldraðir áhyggjulaust ævikvöld?"

Áhugahópur um málefni aldraðra boðar til fundar þriðjudaginn 11. nóvember klukkan 16:00 í Hnitbjörgum á Blönduósi. Fundarefnið er „Eiga aldraðir áhyggjulaust ævikvöld?“ Í fréttatilkynningu á vefnum huni.is eru allir boðnir velkomnir og þá sér í lagi þeir sem hafa með málefni aldraðra að gera.

Fram kemur að kaffi verður á könnunni og þeir þurfa á akstri að halda hafi samband við Sigurjón í síma 4524993 eða 8628603 og Bóthildi í síma 8684710.

Fleiri fréttir