Eiga aldraðir áhyggjulaust ævikvöld?
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
10.12.2014
kl. 09.27
Áhugahópur um málefni aldraðra á Blönduósi boðaði til fundar í húsnæði félagsstarfs aldraðra að Hnitbjörgum í nóvember. Yfirskrift fundarins var „Eiga aldraðir áhyggjulaust ævikvöld?“ Fundinn sóttu um þrjátíu manns og fór fram ágæt umræða um málefnið.
Minnisblað með tillögum hefur verið sent til sveitarstjórnar og vonast áhugahópurinn eftir góðum viðbrögðum. Fundargerð fundarins liggur frammi í Héraðsbókasafninu, Hnitbjörgum og Flúðabakka, eins og segir í tilkynningu frá áhugahópnum, sem birtist á vefnum huni.is.