Einkennismerki vantar á Hús frítímans
Nú styttist í að Hús Frítímans, frístundamiðstöð fyrir alla íbúa sveitarfélagsins , opni í glæsilegu og endurgerðu húsnæði við Sæmundargötu á Sauðárkróki. Þar gefst öllum kynslóðum kostur á að stunda frítímastarf og sín áhugamál óháð aldri.
Húsráð, í samstarfi við Frístundadeild , vinnur að skipulagningu starfseminnar og leitar að einkennismerki – „logoi“ fyrir húsið.
Þeir sem hafa hugmyndir eru hvattir til að senda drög, eða fullgerða tillögu á pdf eða jpg formati til ivano@skagafjordur.is, eða koma með teikningu til ritara í Ráðhúsi . Með teikningunni þarf að fylgja nafn og símanúmer sendanda.
Frestur rennur út 12. desember og mun Húsráð Húss frítímans dæma besta merkið.Verðlaun fyrir sigurvegara er skemmtiferð í höfuðstað Norðurlands með gistingu á Hótel KEA , dekri og mat fyrir tvo.
Nánari upplýsingar veitir Ivano Tasin í síma 660 4634 eða á ivano@skagafjordur.is