Eiríkur hafði heppnina með sér
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
09.01.2015
kl. 10.25
Björgunarsveitin Húnar stóð fyrir lukkuleik þar sem þeir sem versluðu flugelda fyrir 15 þúsund eða meira gátu sett nafnið sitt í pott sem dregið var úr á gamlárskvöld. Í verðlaun voru ýmis konar skoteldar. Eiríkur Steinarsson hafði aldeilis heppnina með sér því hann hlaut bæði 1. og 3. verðlaun í útdrættinum.
Önnur verðlaun hlaut Jóhann Böðvarsson. Frá þessu er sagt á heimasíðu Húna.