Ekki í anda MeToo að gægjast á glugga

Það er ekki upp á drengina hans Leppalúða logið með dónaskap og hyskni. Í nótt kom enn einn durturinn til byggða og glennti glyrnurnar inn um glugga landsmanna. Sá heitir Gluggagægir og herma heimildir að inni á löggustöð liggi kæra á hendur honum frá heiðviðri frú fyrir þennan ósóma, enda ekki í anda MeToo. En þar sem kominn er föstudagur látum við flakka eitt jólalag með Vandræðaskáldunum frá Akureyri en sungið er um rauð jól, annars konar rauð en flestir þekkja.
Tíundi var Gluggagægir,
grályndur mann,
sem laumaðist á skjáinn
og leit inn um hann.
Ef eitthvað var þar inni
álitlegt að sjá,
hann oftast nær seinna
í það reyndi að ná.
Á heimasíðu Jólamjólkur er hægt að finna góðar uppskriftir m.a. hreindýrabollakökur, sem eru einmitt í uppáhaldi hjá Gluggagægi. Sjá HÉR.
Rauð jólÞað stefnir í rauð jól í ár! Við Vandræðaskáld höfum samið samtals tvö jólalög, en það er sennilega helsta ástæða þess að við héldum ekki jólatónleika í ár. Okkur finnst við þurfa að semja allavega eitt lag í viðbót til að réttlæta miðaverðið 14.990 kr. Fyrra lagið er lífsreynslusaga um þetta séríslenska fyrirbæri sem eru rauð jól, það er varla birtingarhæft, en við birtum það samt hér. Fallegra lagið birtist svo á Þorláksmessu. #vandræði #rauðjól #Eldborgánæstaári
Posted by Vandræðaskáld on Fimmtudagur, 20. desember 2018
Rauð jólÞað stefnir í rauð jól í ár! Við Vandræðaskáld höfum samið samtals tvö jólalög, en það er sennilega helsta ástæða þess að við héldum ekki jólatónleika í ár. Okkur finnst við þurfa að semja allavega eitt lag í viðbót til að réttlæta miðaverðið 14.990 kr. Fyrra lagið er lífsreynslusaga um þetta séríslenska fyrirbæri sem eru rauð jól, það er varla birtingarhæft, en við birtum það samt hér. Fallegra lagið birtist svo á Þorláksmessu. #vandræði #rauðjól #Eldborgánæstaári
Posted by Vandræðaskáld on Fimmtudagur, 20. desember 2018
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.