Ekki sóttu Húnvetningar gull í greipar Ægis
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla, Íþróttir, Vestur-Húnavatnssýsla, Lokað efni
17.05.2025
kl. 19.20
Það er rokk og ról í 2. deild karla í knattspyrnu en 3. umferðin var spiluð í dag. Þá héldu Húnvetningar austur fyrir fjall og léku við lið Ægis í Þorlókshöfn. Fyrir leik stóð lið Kormáks/Hvatar betur að vígi með þrjú stig en heimamenn höfðu nælt í heilt eitt. Niðurstaðan varð sú Ægismenn lögðu gesti sína að velli í 3-1 sigri og skutust upp fyrir þá í deildinni.