Ekki svartsýnn á framhaldið

Þær upplýsingar fengust hjá Fasteignasölu Sauðárkróks að þokkaleg sala hafi verið á fasteignum í september og verðið var stöðugt. Ágúst Guðmundsson fasteignasali segist ekki vera svartsýnn á framhaldið. -Nú sjá menn að aldrei hefur verið jafn dýrmætt og nú að hafa Íbúðalánasjóðinn. Hér á Sauðárkróki er lítið sem ekkert atvinnuleysi og fólk almennt bjartsýnt á framhaldið.

Fleiri fréttir