Eldað fyrir Ísland á Norðurland vestra

Rauði krossinn á Íslandi stendur fyrir landsæfingu sunnudaginn 19. október og býður þjóðinni jafnframt í mat. Alls verða um 50 fjöldahjálparstöðvar opnaðar um allt land þar sem sjálfboðaliðar Rauða krossins standa vaktina, rétt eins og um alvöru neyðarástand væri að ræða.

Markmið verkefnisins er að æfa deildir Rauða krossins í að taka á móti stórum hópi fólks, eins og um opnun fjöldahjálpastöðvar væri að ræða, og klúbbur matreiðslumeistara æfi sig í að elda fyrir stóran hóp.

Deild Húnaþings vestra tekur þátt í verkefninu og verður í félagsheimilinu Ásbyrgi á Laugarbakka sunnudaginn 19. október n.k. kl. 11:00-15:00. Íbúar Húnaþings vestra sem vilja koma og gæða sér á ilmandi kjötsúpu, sér að kostnaðarlausu, skrái sig hjá Kiddý í síma 892-5262 eða senda henni tölvupóst á netfangið kiddytoti@gmail.com.

Einnig óskar deild Húnaþings vestra eftir sjálfboðaliðum til að taka þátt í þessu verkefni. Áhugasömum er bent á að hafa samband við Sæunni á netfangið saeunnv@gmail.com eða í síma 897-0816.

Rauði krossinn í Skagafirði býður Skagfirðingum að koma í fjöldahjálparstöðina í bóknámshúsi Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra og kynna sér starfsemi Rauða Krossins og hlutverk hans í neyðarvörnum.

Klúbbur matreiðslumeistara mun bjóða upp á dýrindis kjötsúpu og um leið mun fara fram æfing i skrásetningu fólks á fjöldahjálpastöðvar. Æfingin stendur frá kl. 11-15.

Þá kemur fram á heimasíðu Rauða krossins að einnig verður boðið upp á kjötsúpu og æfing fer fram í Höfðaskóla á Skagaströnd, á vegum Rauða krossins á Skagaströnd.

 

Fleiri fréttir