Eldur í Hún logar glatt
feykir.is
Vestur-Húnavatnssýsla, Listir og menning, Mannlíf
23.07.2025
kl. 09.00
Hin metnaðarfulla hátíð í vestur Húnavatnssýslu er komin á fullan skrið. Í gær var keppt í pílu og haldið unglingaball og fleira. Í dag er t.d. FIFA mót, borðtennisnámskeið og fjölskyldutónlistarbingó. Kl. 18 verður svo hátíðin formlega sett og svo er hægt að klára daginn á því að fara í pubquiz. Annars er hægt að sjá allt um hátíðina á : eldurihun.is. og á facebook síðunni: Eldur í Hún. /hmj