Eldur í jeppa á Blönduósi

Frá Blönduósi. Mynd: Northwest.is
Frá Blönduósi. Mynd: Northwest.is

Vísir.is segir frá því að betur fór en á horfðist þegar slökkviliðinu á Blönduósi barst tilkynning frá eldvarnakerfi í geymsluhúsnæði Rarik í bænum um klukkan hálf fimm í nótt. Þegar að var komið logaði eldur og húsið fullt af reyk.

Eftir að reykkafarar höfðu verið sendir inn kom í ljós að eldurinn var enn staðbundinn í stórum jeppa, sem stóð í björtu báli. Eldtungur höfðu ekki náð að læsa sig í innviði hússins eða önnur verðmæti þar inni en jeppinn er gjörónýtur.

Sjá frétt Vísis.is HÉR

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir