Ellefu áhugasamir um sumarrekstur í Húnavallaskóla

Á dögunum auglýsti Húnavatnshreppur eftir áhugasömum aðilum til að taka að sér sumarrekstur í Húnavallaskóla. Á fundi sveitarstjórnar á miðvikudaginn í síðustu viku var málið tekið fyrir, en ellefu einstaklingar og fyrirtæki sýndu rekstrinum áhuga.

Á fundinum lagði sveitarstjóri fram minnisblað um málið. Greindi hann frá kostum og göllum umsóknanna. Samþykkt var að fela sveitarstjóra að vinna áfram að framgangi málsins.

Samkvæmt áðurnefndri auglýsingu eru 28 herbergi af ýmsum stærðum í húsnæðinu, stór matsalur og eldhús. Húsnæðið hefur verið boðið til leigu frá 1. júní til 20. ágúst ár hvert.

Fleiri fréttir