Ellefu-tólf ára var ég byrjuð að reyna að sauma á mig föt sjálf

Peysur sem Valdís prjónaði á dóttur sína og barnabarn.
Peysur sem Valdís prjónaði á dóttur sína og barnabarn.

Valdís Finnbogadóttir á Blönduósi segir lesendum frá handverki sínu í handverks-þætti Feykis þessa vikuna. Valdís fæddist í Reykjavík, ólst þar upp til 11 ára aldurs en flutti þá í Kópavoginn. Hún bjó þar alveg þangað til hún fór í Kvennaskólann á Blönduósi 17 ára gömul og hefur búið á Blönduósi síðan.

Hve lengi hefur þú stundað hannyrðir? Frá því í barnaskóla, það var líka mikið saumað og prjónað á heimili foreldra minna og móðir mín var mikil handavinnukona. Þegar ég var 11 – 12 ára var ég byrjuð að reyna að sauma á mig föt sjálf og hafði mjög gaman af. Það var líka mjög mikið um ýmiss konar hannyrðir í kvennaskólanum.

Hvaða handavinna þykir þér skemmtilegust? Þegar ég var yngri var það aðallega að sauma föt en núna þykir mér skemmtilegast að prjóna og bútasaumur.

Hverju ertu að vinna að um þessar mundir? Aðallega að prjóna sokka og vettlinga á fjöl-skylduna.

Hvar fékkstu hugmyndina? Ég sæki uppskriftir mikið inn á Ravelry.

Hvaða handverk sem þú hefur unnið ertu ánægðust með? Það er vöggusettið sem ég saumaði í Kvennaskólanum og börnin mín notuðu síðan þegar þau voru lítil.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir