Emil í Kattholti í Bifröst

Aðalfundur Leikfélags Sauðárkróks var haldinn síðastliðinn mánudag, 9. júní í Húsi frítímans. Farið var yfir yfirstandandi leikár ásamt öðrum föstum liðum og þrír nýjir meðlimir gengu í félagið.

Á vef leikfélagsins kom fram að fyrirhugað er að taka fyrir Emil í Kattholti í haust og hefur Íris Baldvinsdóttir verið ráðin leikstjóri verksins.

Sigurlaug Dóra Ingimundardóttir er áfram formaður félagsins, en hún hefur verið formaður þess frá árinu 2009. Aðrir meðlimir stjórnarinnar leikárið 2014-2014 eru Agnes Skúladóttir, María Dagmar Magnúsdóttir, Gísli Þór Ólafsson og Saga Sjöfn Ragnarsdóttir og eru þau tvö síðastnefndu ný í stjórn. Í varastjórn sitja Hrafnhildur Guðjónsdóttir, Jóhanna Sigurlaug Eiríksdóttir og Ragnar Heiðar Ólafsson.

Fleiri fréttir