Endurhlaða á veggi í kirkjugarðinum í Glaumbæ

Sóknarnefnd Glaumbæjarkirkju hefur farið þess á leit við sveitarfélagið Skagafjörð að það taki þátt að lágmarki 300.000 kr. til að greiða kostnað við endurhleðslu á vegg við austurhluta Glaumbæjarkirkjugarðs.

 Kostnaðaráætlun fyrir verkið hljóðar upp á 1.300.000 kr. Samkvæmt lögum um kirkjugarða nr. 36/1993 og viðmiðunarreglum Kirkjugarðaráðs og Sambands ísl. sveitarfélaga, dags. 29.06. 2007 ber sveitarfélagi að láta ókeypis í té efni í girðingu um kirkjugarða. Byggðarráð Skagafjarðar  samþykkti á fundi sínum  að vísa erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar ársins 2011.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir