Endurocross í reiðhöllinni
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
15.11.2010
kl. 14.30
Vélhjólaklúbbur Skagafjarðar og Fluga ehf. hafa sótt til sveitarfélagsins Skagafjarðar um leyfi sveitarfélagsins til að halda Íslandsmót í "endurocross" í Reiðhöllinni Svaðastöðum, 20. nóvember 2010.
En samkvæmt . 17. gr. Reglugerðar nr. 507/2007 um æfinga og keppnissvæði skal sveitarstjórn veita leyfi fyrir svæði til æfinga- og aksturskeppni.
Byggðarráð samþykkir að veita leyfi fyrir keppninni, svo fremi að önnur skilyrði fyrir mótinu séu uppfyllt.