Engan bilbug að finna

Hjá Sveitarstjórn Skagafjarðar fengust þær upplýsingar að ekki muni draga úr framkvæmdum á þeirra vegum þrátt fyrir erfiðar efnahagshorfur.

-Það er engan bilbug á okkur að finna, segir Guðmundur Guðlaugsson sveitarstjóri. –Það hefur engin þensla verið hér hjá okkur í gegnum tíðina og því finnum við minna fyrir þessum þrengingum. Við munum halda okkar striki. Það eina sem gæti tafið verkefni er hugsanlega ef við þyrftum að leysa út dýrar vörur vegna óhagstæðs gengismunar. Þá munum við bíða og sjá til. Aðspurður hvort tafir yrðu á sundlaugarbyggingu á Hofsósi segir Guðmundur að væntanlega verði skrifað undir samninga við verktaka nk. föstudag. –Við teljum ekki ástæðu til annars en líta björtum augum á framtíðina, hér er gott atvinnuástand og engin ástæða til annars en ætla að það verði svo áfram.

Fleiri fréttir