Enginn Órói í Bifröst í kvöld
feykir.is
Skagafjörður
28.10.2010
kl. 11.00
Í Sjónhorni dagsins urðu þau leiðu mistök að auglýst er sýning á íslensku kvikmyndinni Óróa í Bifröst í kvöld, fimmtudaginn 28. október. Hið rétta ku vera að myndin, sem fengið hefur fína aðsókn í Króksbíói hingað til, verður sýnd mánudaginn 1. nóvember og fimmtudaginn 4. nóvember.
Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Þó svo að enginn Órói verði í bíó í kvöld þá verður örugglega allt á öðrum endanum í Bifröst þar sem þeir bræður Jón Oddur og Jón Bjarni leika lausum hala, en Leikfélag Sauðárkróks frumsýnir einmitt samnefnt leikrit nú á sunnudaginn.