Enginn skólaakstur vegna veðurs

Enginn skólaakstur verður í Grunnskóla Húnaþings vestra í dag, fimmtudag, vegna veðurs. Skólinn er opinn eftir sem áður, segir á facebook síðu skólans.

„Þeir foreldrar sem senda börn sín í skóla þurfa að fylgja þeim í skólann og sækja þau ef veður er vont. Nemendum verður ekki hleypt einum frá skóla meðan veður er vont,“ segir loks í tilkynningu frá skólanum.

Fleiri fréttir