Ríkarður Másson, fyrrverandi sýslumaður, látinn.

Ríkharður Másson. Mynd af mbl.is
Ríkharður Másson. Mynd af mbl.is

Rík­arður Más­son, fyrr­ver­andi sýslumaður á Sauðár­króki, lést á sjúkra­hús­inu á Sauðár­króki mánu­dag­inn 4. apríl. Hann var fæddur 29. janúar 1943 í Reykja­vík, þar sem hann ólst upp. Hann lauk stúd­ents­prófi frá MR 1964, stundaði nám í lækn­is­fræði við HÍ 1964-66 og lauk embætt­is­prófi í lög­fræði við HÍ 1975.
Ríkarður gegndi störfum sem fulltrúi sýslumanns á nokkrum stöðum á landinu og síðar sem sýslumaður í Snæfells- og Hnappadalssýslu og í Strandasýslu. Hann tók við embætti sýslumanns á Sauðárkróki árið 1996 og gegndi því starfi þar til hann lét af störfum vegna aldurs árið 2013.

Eft­ir­lif­andi eig­in­kona Rík­arðs er Her­dís Þórðardótt­ir.

Fleiri fréttir