Risa hængur veiddist í Blöndu

Nigel Hawkins ásamt Róbert Haraldssyni leiðsögumanni. Mynd:FB/Blanda-Svartá.
Nigel Hawkins ásamt Róbert Haraldssyni leiðsögumanni. Mynd:FB/Blanda-Svartá.

Í gær veiddist stærsti fiskur sumarsins í Blöndu. Á FB síðunni Blanda-Svartá kemur fram að það hafi verið breski veiðimaðurinn Nigel Hawkins sem tókst að landa 105 sentímetra löngum hæng á Breiðunni að norðanverðu eftir mikla baráttu. Tók fiskurinn rauða Frances með kón. Áður hafði veiðst 101 sentímetra hrygna í júní og tók hún svartan Frances með kón.

Samkvæmt nýjustu veiðitölum Landssambands veiðifélaga frá því í gær er Blanda komin í 101 lax. Miðfjarðará er hins vegar komin í 177 laxa sem er svipað og í fyrra og er áin í sjöunda sæti yfir aflahæstu ár landsins. Laxá á Ásum er komin í 131 lax, Víðidalsá í 78 laxa, Vatnsdalsá í 54 laxa og Hrútafjarðará í 26. Í samantekt inni á huni.is kemur fram að veiðitölur í ár séu almennt hærri í samanburði við í fyrra en það ár hafi verið sérlega dræmt miðað við fyrri ár.

Eystri-Rangá hefur enn flesta laxana eða 667 á 18 stangir. Urriðafoss í Þjórsá er kominn í 589 laxa á fjórar stangir og í þriðja sæti er Norðurá með 404 laxa á 15 stangir.

/SHV

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir