Erindi um kortlagningu plöntutegunda hafnað
feykir.is
Skagafjörður
19.03.2010
kl. 11.15
Byggðaráð hafnaði á fundi sínum í gær erindi frá Náttúrustofu Norðurlands vestra, þar sem stofnunin óskar eftir einnar milljóna króna styrk vegna kortlagningar á útbreiðslu ágengra plöntutegunda í landi Sauðárkróks.
Bauð stofnunin að mótframlag náttúrustofunnar yrði áætlað um 700.000 kr. Þrátt fyrir að erindinu væri hafnað var samþykkt að vísa því til umfjöllunar til umhverfis- og samgöngunefndar.