Ertu að grínast í mér?
Nk. fimmtudag, 8. mars, stendur Sveitarfélagið Skagafjörður fyrir námskeiði um þátttöku í sveitarstjórn undir yfirskriftinni, Ertu að grínast í mér? Nei, okkur er full alvara! Við viljum að þú takir þátt! Námskeiðið er ætlað öllum sem áhuga hafa á að hafa áhrif á sitt nánasta umhverfi, hvort sem þeir hafa þegar hlotið einhverja reynslu af störfum sveitarfélaga eða ekki.
Á námskeiðið mæta fulltrúar frá ráðgjafafyrirtækinu Ráðrík og segja segja frá verkefnum sveitarstjórna og nefnda og hvernig hægt er að hafa áhrif og Kristín Á. Ólafsdóttir leiðbeinir um hvernig maður getur komið skoðunum sínum á framfæri.
Námskeiðið verður haldið í sal sveitarstjórnar að Sæmundargötu 7a á Sauðárkróki og stendur frá klukkan 17:30 til 22:10. Námskeiðið og léttur kvöldverður er í boði Sveitarfélagsins Skagafjarðar.
Áhugasamir eru beðnir að senda skráningu á netfangið bryndisl@skagafjordur.is eða í síma 455-6000.
Dagskráin er svohljóðandi:
- Kl. 17:30 Velkomin á námskeiðið - Ráðrík ehf.
- Kl. 17:40 Hópefli – Kristín Ágústa Ólafsdóttir.
- Kl. 18:00 Sveitarstjórn, mín leið til að hafa áhrif? - Ráðrík ehf.
- Kl. 19:00 Léttur kvöldverður á staðnum.
- Kl. 19:20 ,,Ég þori ekki að standa upp og tala!“ - Kristín Ágústa Ólafsdóttir.
- Kl. 20:00 Meira um sveitarfélög – til hvers eru fundir? - Ráðrík ehf.
- Kl. 21:00 Og hvað gerir maður svo?
- Kl. 22:00 Lokaorð Ráðrík ehf.
- Kl. 22:10 Námskeiði lýkur.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.