Ertu búin/n að pússa golfkylfurnar?
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
25.04.2025
kl. 15.17
Það voru gleðitíðindi tilkynnt á Facebook-síðu Golfklúbbs Skagafjarðar í hádeginu í dag þegar Hlynur Freyr Einarsson auglýsti að búið væri að setja upp flöggin góðu á fyrstu fimm flatir vallarins.
Það er því hægt að byrja að spila en völlurinn er enn að vakna úr dvala og huga þarf að því að ganga vel um eftir sig og laga bolta- og kylfuför. Við skulum bara krossa fingur og vona að veðrið verði til friðs í sumar svo við fáum gott golfsumar í ár.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.