Ertu ekki búinn að fyrirgefa mér þetta með eggin ?

Hver er maðurinn? Þorsteinn Gunnlaugsson

Hverra manna ertu ? Austanvatna maður, Gullason og Góu. Gunnlaugs Steingrímssonar Vilhjálmssonar frá Laufhóli og Sígríðar Óladóttur Þorsteinssonar frá Hofsósi. Ég sleit barnsskónum á Hofsósi, strigaskónum svo á Króknum en ballskónum í Miðgarði.

Árgangur? 1974

Hvar elur þú manninn í dag ?  Starfa í Reykjavík en bý í Garðabæ.

Fjölskylduhagir? Í sambúð með Ólöfu Guðmundsdóttur frá Ásbrekku í Vatnsdal

Afkomendur? 2 drengir, Sigursteinn Óli 7 ára og Sigmar Sölvi, brátt 1.
árs

Helstu áhugamál? Fjölskyldan og umgengni við skemmtilegt fólk. Svo horfi ég á einstaka knattspyrnuleik til að hreinsa hugann, helst þá ef Liverpool er að sýna snilli sína.

Við hvað starfar þú? Ég er tæknimaður hjá Vodafone og rek svo verslun mína Forn-Ný járngallerí í frístundum

Hraðaspurningar, þær virka þannig að þú botnar upphaf setninga með því fyrsta sem þér dettur í hug.

Heima er .....................samastaður fjölskyldunnar

Það er gaman.........................að brosa 

Ég man þá daga er........................Sveitaböll voru um hverja sumarhelgi í Miðgarði og maður bjóst við því að fá sekt ef maður mætti ekki. Tók ekki séns á því.

Ein gömul og góð sönn saga..................Á ungdómsárunum hét ég eitt sinn 500Kr á Hinna Gunn bekkjarfélaga minn, endurskoðanda og fyrrum körfuknattleikshetju, ef ég mætti brjóta 3 egg á hausnum á honum. Hann tók því og ég man enn svipinn á honum þegar ég var búinn að brjóta 2 egg og rauðan lak niður andlitið, inn í eyrun og ofan í hálsmálið og hann gerði sér grein fyrir því að ég ætlaði ekkert að brjóta það þriðja. Enda hefði ég þá tapað 500Kr. Sá peningur hefur oft komið að góðum notum síðan. Hinni var á þessum árum ekki byrjaður í bókhaldi og endurskoðun.

Spurt frá síðasta viðmælanda....................  Hvað gerir Skagfirðinga einstaka?

Svar............Hógværðin, tvímælalaust.  Eða eins og segir í sálminum :
Handlagnir og hógværir
Hugsandi hagyrðingar
Algerlega einstakir
Allir Skagfirðingar
Hvern vilt þú sjá svara þessum spurningum og hvaða spurningu myndir þú leggja fyrir viðkomandi?

Nafn.............Hinrik Gunnarsson
 
Spurningin er..................Ertu ekki búinn að fyrirgefa mér þetta með eggin ?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir