Eurovision-myndir

Eins og fram hefur komið á Feyki.is voru Skagfirðingar meðal Eurovision-fara þetta árið. Kristján Gíslason var einn bakraddasöngvara í keppninni og frítt föruneyti Skagfirðinga fylgdi honum utan. Þá gaukaði áhugasamur lesandi því að blaðamanni á dögunum að þulurinn María Sigrún væri af skagfirskum ættum.

Sigrún, móðuramma Maríu Sigrúnar, mun hafa verið Skagfirðingur og móðurafi hennar, Sigurður Jónasson (frá Bjarteyjarsandi á Hvalfjarðarströnd) ku hafa unnið við sauðfjárvarnir við Héraðsvötn um miðja síðustu öld.

Einhverjir höfðu orð á því að lítið hefði sést af hinum ómþýðu bakraddasöngvurum þar sem þeir stóðu í myrkri á sviðinu og því er við hæfi að birta hér mynd af þeim, ásamt nokkrum öðrum myndum úr ferðinni. Kristján Gíslason brást vel við þeirri beiðni Feykis að senda nokkrar myndir og eru þær úr eigu Örlygs Smára.

Fleiri fréttir