Kyrrð og ró í jólasnjó

Tímamóta símamynd sem blaðamaður tók á tónleikum Vorvindanna fyrir ári. MYND GG
Tímamóta símamynd sem blaðamaður tók á tónleikum Vorvindanna fyrir ári. MYND GG

Kyrrð og ró í jólasnjó er heiti á kyrrðarstund í Miklabæjarkirkju sem haldin verður nk.fimmtudagskvöld 18.desember klukkan 20:30. Það er sönghópurinn Vorvindar glaðir sem bjóða til stundarinnar þeir lofa rólegri stemningu með kertaljósum og ljúfum lögum. Dalla Þórðardóttir verður með hugvekju og aðgangur er ókeypis. 

Sönghópurinn Vorvindar glaðir hafa sungið saman í áratug undir stjórn Friðriks Þórs Jónssonar og er þetta sjötta skiptið sem þeir halda jólatónleika á aðventunni. Vorvindarnir glöðu eru þeir Hinrik Már Jónsson, feðgarnir Ásgeir Valur Arnljótsson og Guðmundur Ingvar Ásgeirsson, Hannes Bjarnason, Sveinn Brynjar Friðriksson, Jóhannes Ólafsson og Jóel Agnarsson.

Það er tilvalið í amstrinu sem oft vill fylgja jólnum að mæta í Miklabæjarkirkju og eiga ljúfa kvöldstund nk. fimmtudagskvöld. 

Fleiri fréttir