Fæði hækkar um 10%

Fræðslunefnd Skagafjarðar hefur lagt til við Byggðaráð Skagafjarðar að fæðiskostnaður barna í Skagafirði hækki um 10% frá og með 1. janúar næst komandi.

Stefnt er að samræmdri gjaldskrá grunnskólanna. Þá mun fæðiskostnaður barna við leikskóla einnig hækka um 10% Hver máltíð í Árskóla hefur verið um 240 krónur en mun eftir hækkun verða 264 krónur. 20 máltíðir eða um mánuður fyrir eitt barn er nú 4800 krónur á mánuði en verður eftir hækkun 5280 krónur á mánuði.

Fleiri fréttir