Færanleg rafstöð staðsett við heilbrigðisstofnunina á Hvammstanga

eilbrigðisstofnunin á Hvammstanga. Mynd: hve.is
eilbrigðisstofnunin á Hvammstanga. Mynd: hve.is

Hjá Heilbrigðisstofnun Vesturlands voru áhrif óveðursins í desember mest á Hvammstanga, en þar var rafmagnslaust í 40 klukkustundir. Fjarskipta- og símasamband gekk erfiðlega og mikil ófærð var á svæðinu. Þetta er meðal þess sem kemur fram í svari Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, við fyrirspurn Andrésar Inga Jónssonar, þingmanns Reykjavíkurkjördæmis norður, um varaafl heilbrigðisstofnana.

Andrés Ingi spyr meðal annars um það hvaða heilbrigðisstofnanir hafi skort rafmagn vegna áhrifa óveðursins sem gekk yfir landið 10. og 11. desember sl. og hversu lengi og hverjar þeirra höfðu ekki tryggt varaafl. Í svari ráðherra kemur m.a. fram að hjá Heilbrigðisstofnun Vesturlands (HVE) hafi áhrif óveðursins verið mest á Hvammstanga, en þar varð rafmagnslaust í um 40 klukkustundir. „Fjarskipta- og símasamband gekk erfiðlega og mikil ófærð var á svæðinu. Engin vararaflstöð er á starfsstöð heilbrigðisstofnunarinnar á Hvammstanga sem skapar mikið óöryggi varðandi alla þjónustu þegar slík veður ganga yfir.

Á öðrum starfsstöðvum stofnunarinnar urðu truflanir á rafmagni. Að loknu óveðri sendi RARIK færanlega rafstöð til Hvammstanga sem nú er staðsett við stofnunina og ráðgert er að tengja við hana komi til þess að rafmagnið fari af um lengri tíma. Þetta er tímabundið úrræði en gefur þó ákveðið svigrúm og öryggi á meðan leitað er lausna varðandi búnað.“

Á Blönduósi, í Skagafirði, á Húsavík og í Fjallabyggð var ástandið skárra þar sem  varaaflsstöðvar tóku við þegar rafmagn fór af.

Sjá nánar um spurningar Andrésar Inga og svör Svandísar HÉR

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir