Fákaflug á Hólum um helgina
Um næstu helgi, dagana 28. - 30. júlí, verður hestamótið Fákaflug haldið á Hólum í Hjaltadal. Það er Hestamannafélagið Skagfirðingur sem heldur mótið í samstarfi við hestamannafélögin Létti, Hring, Funa, Snarfara, Þyt og Neista.
Riðin verður sérstök forkeppni í A-flokki, B-flokki, barnaflokki, unglingaflokki og ungmennaflokki. Auk þess verður keppt í pollaflokki.
Skráning fer fram á sportfengur.com og mælt er með því að merkja við skráningu hvaða mót er greitt fyrir.
Síðasti skráningardagur er í dag, þriðjudaginn 25. júlí, til kl. 20:00. Berist skráning eftir þann tíma tvöfaldast skráningargjaldið.
Boðið verður upp á leigu á hesthúsaplássum á staðnum.
Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Hestamannafélagsins Skagfirðings.