Fákar og fólk – Svipmyndir úr hestamennsku í 30 ár

Sveinn Guðmundsson með Hrafnkötlu frá Sauðárkróki ásamt folaldi á Stórmóti skagfirsku hestamannafélaganna á Vindheimamelum 1981. Folaldið var boðið upp og keypti Þórir Ísólfsson á Lækjarmóti í Húnavatnssýslu og nefndi Seif. Hann varð síðar stóðhestur. Myndir: Eiríkur Jónsson.
Sveinn Guðmundsson með Hrafnkötlu frá Sauðárkróki ásamt folaldi á Stórmóti skagfirsku hestamannafélaganna á Vindheimamelum 1981. Folaldið var boðið upp og keypti Þórir Ísólfsson á Lækjarmóti í Húnavatnssýslu og nefndi Seif. Hann varð síðar stóðhestur. Myndir: Eiríkur Jónsson.

Eiríkur Jónsson sem hóf að mynda hesta fyrir alvöru sumarið 1979 varð fljótt iðinn við myndatökur á hestamótum og tók þá einkum ljósmyndir fyrir greinar sem hann skrifaði fyrir Vísi og síðar DV, en að auki ritaði hann greinar í ýmis sérblöð og ritstýrði öðrum.

BókarkápaGífurleg þróun hefur orðið í allri nálgun hestamanna á umhirðu og sýningu hesta, frá því að Eiríkur datt inn í hlutverk skrásetjara hestamóta árið 1979, til dagsins í dag. Hrossaræktunin hefur aukist jafnt og þétt, þannig að grunnur myndasafns Eiríks er um leið spegilmynd kynbótahrossaþróunar á Íslandi. Í ljósmyndasafni Eiríks eru nú um 167.000 myndir frá rúmlega 630 viðburðum tengdum hestamennsku um allt land. Myndir fyrri ára eru eingöngu svart-hvítar, frá 1995 til 2003 eru myndirnar í lit á filmum og frá 2004 til 2010 eingöngu stafrænar. Myndir á Eiríkur af langflestum gæðingum, kappreiðahrossum og kynbótahrossum áranna 1979–2009 auk knapa, umsjónarmanna og eigenda hrossanna. Einnig er í safninu talsvert magn af náttúrulífshestamyndum.

Í hinni nýju og glæsilegu ljósmyndabók Eiríks sem fengið hefur nafnið Fákar og fólk – Svipmyndir úr hestamennsku í 30 ár eru 373 sérvaldar myndir úr hans mikla safni og hér má sjá nokkrar þeirra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir