Farið í gegn um muni Náttúrugripasafns Varmahlíðarskóla
feykir.is
Skagafjörður
02.10.2012
kl. 14.42
Á fundi Samstarfsnefndar Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps þann 25. september sl. var Náttúrugripasafn Varmahlíðarskóla til umræðu. Þar var samþykkt að fara í gegn um muni Náttúrugripasafnsins, meta ástand þess og farga því sem ónýtt er og hefur ekki söfnunargildi.
„Nefndin samþykkir að eftir að safnið hefur verið skoðað verður farið yfir málið á ný,“ segir í fundargerð.
