Febrúarmánuður verður rysjóttur

Frá skíðasvæði Tindastóls. Mynd af FB.
Frá skíðasvæði Tindastóls. Mynd af FB.

Þriðjudaginn 5. febrúar komu ellefu félagar í Veðurklúbbnum á Dalbæ saman til fundar, til að fara yfir spágildi síðasta mánaðar og spá fyrir um veðrið í febrúar. Heldur meiri snjókoma var í janúar en klúbburinn hafði gert ráð fyrir en að öðru leyti voru fundarmenn nokkuð sáttir við hvernig spáin gekk eftir.

„Nýtt tungl kviknaði mánudaginn 4. febrúar í vestri kl 21:04, þetta er þorratunglið. Þann 5. febrúar var tungl fjærst jörðu en þann 6. er stórstreymt og munur á streymi er frá 0,6 metrum uppí 4 metra. Febrúarmánuður verður rysjóttur, kalt og breytilegar áttir enda veturinn kominn og ekki búinn enn,“ segja spámenn. Fundur hófst kl 14 og lauk kl 14:30.

Veðurvísa febrúar
Febrúar á fannir,
þá læðist geislinn lágt.
Í mars þá blæs oft biturt
en birtir smátt og smátt.

Þorrakveðja frá Veðurklúbbnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir