Feðgar með níu Íslandsmótstitla

Karl sprettir úr spori í 60 m hlaupi í vetur. Mynd af Facebooksíðu Meistaramóts öldunga.
Karl sprettir úr spori í 60 m hlaupi í vetur. Mynd af Facebooksíðu Meistaramóts öldunga.

Um síðustu helgi fór fram Meistaramót öldunga á Akureyri en þar kepptu feðgarnir Karl Lúðvíksson í Varmahlíð og sonur hans Theodór og komu hlaðnir verðlaunum frá þeim leikum. Karl æfir hjá Ungmenna- og Íþróttafélaginu Smára í Varmahlíð en Theodór Karlsson Ungmennafélaginu Fjölni í Reykjavík, en keppir alltaf undir merkjum UMSS.

Theodór vann allar sínar greinar og fékk að launum fimm Íslandsmótstitla í aldursflokki 40-44 ára í 100 m hlaupi, hástökki, stangarstökki, langstökki og spjótkasti.

Karl, sem æfir hjá Ungmenna- og íþróttafélaginu Smára í Varmahlíð, keppti í flokki 65-69 ára og vann fjóra Íslandsmótstitla í 100 m, hástökki, langstökki og kringlukasti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir