Feykir.is mælir með heimsókn í Gærukjallarann
Feykir.is mælir með heimsókn í Gærukjallarann á Hvammstanga sem opinn verður alla laugardaga fram eftir sumri. Í kjallaranum er ekta flóamarkaður og verðið eftir því. Í þessu tilviki er sjón sögu ríkari og um að gera að fara og gera góð kaup en verð eru frá 10 krónum og upp úr.
Allur ágóði rennur til góðra málefna í Húnaþingi vestra. Sannarlega flott málefni þetta.