Feykir.is - stórt framfararskref
feykir.is
Aðsendar greinar
22.09.2008
kl. 20.35
Feykir hefur unnið gríðarlega mikilvægt starf á þeim tíma sem blaðið hefur verið starfandi. Nauðsynlegt er fyrir Norðvesturland að eiga sterkan og metnaðarfullan fjölmiðil sem flytur fréttir af svæðinu.
Feykir hefur með opnun heimasíðunnar stigið stórt framfaraskref í miðlun frétta á Norðurlandi vestra. Nú er hægt að nálgast fréttir af Norðurlandi með aðstoð netsins allan tíma sólarhringsins; hvar sem er í heiminum. Með þessu framtaki mun Feykir án efa varpa betra ljósi á því jákvæða og markverða sem er að gerast í héraðinu.
Ég vil óska forsvarsmönnum Feykis innilegar hamingjuóskir með glæsilega heimasíðu.
Arnar Þór Sævarsson
Bæjarstjóri Blönduóssbæjar.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.