Fíasól frumsýnd í dag
Leikfélag Sauðárkróks frumsýnir leikritið Fíusól eftir Kristínu Höllu Gunnarsdóttur, í leikstjórn Guðnýja H. Axelsdóttur og Páls Friðrikssonar, í Bifröst á Sauðárkróki í dag kl. 16. Miðasala fer fram í síma 849 9434, eða á staðnum 30 mín. fyrir sýningu.
Næstu sýningar verða á eftirfarandi dögum:
- 2. sýning sunnudaginn 4. nóv. kl. 16
- 3. sýning þriðjudag 6. nóv. kl. 18
- 4. sýning fimmtudag 8. nóv. kl. 18
- 5. sýning laugardag 10. nóv. kl. 14
- 6. sýning sunnudag 11. nóv. kl. 14
- 7. sýning miðvikudag 14. nóv. kl. 18
- Loka sýning föstudag 16. nóv. kl. 18
Hægt verður að nálgast miða á næstu sýningar í Bifröst virka daga frá kl. 16-18 og um helgar 30 mín. fyrir sýningar. Sem fyrr segir er miðasölusími 849 9434.
Þess má geta að foreldrafélag Árskóla niðurgreiðir miðaverð fyrir nemendur 1.,2. og 3. bekk. Einnig greiðir Foreldrafélag Varmahlíðarskóla miða á leikritið. Miðaverð fyrir nemendur í 1. - 6. bekk í Varmahlíðarskóla er kr. 1000. Taka þarf fram þegar miðar eru greiddir að nemandi sé frá skólanum.
