Fíkniefni fundust við húsleit
feykir.is
Skagafjörður
19.11.2010
kl. 10.47
Lögreglan á Sauðárkróki fór í húsleit í hús á Sauðárkróki í gærkvöld og haldlagði í leitinni amfetamíni sem var í það miklu magni að grunur leikur á að efnið hafi verið ætlaði til sölu.
Húsráðendur hafa áður komið við sögu lögreglu vegna gruns um sambærileg mál. Í þessu máli naut lögreglan aðstoðar rannsóknarlögreglunnar á Akureyri auk þess sem fíkniefnahundur tók þátt í leitinni.
Nýverið fór sama teymi í stöðuleit í Fjölbrautaskólann og heimavist hans og merkti hundurinn á nokkrum stöðum og á nokkrum einstaklingum merki þess þeir hafi komið að fíkniefnaneyslu.