Fimm hljóta styrk 17 hafnað
Á stjórnarfundi Vaxtarsamnings Norðurlands vestra, fimmtudaginn 2. apríl sl., var fjallað um umsóknir. Alls höfðu borist 27 umsóknir um styrki, samtals að upphæð kr. 54.682.920. Fimm flutu styrk, fimm umsóknum var frestað og öðrum synjað.
Stjórnin ákvað að veita framhaldsstyrk til tveggja verkefna, annars vegar til BioPol sjávarlíftækniseturs á Skagaströnd vegna frumathugunar á líffræði og útbreiðslu beitukóngs á Húnaflóa, og hins vegar til starfsstöðvar Matís í Verinu á Sauðárkróki, vegna nýtingar ostamysu í heilsutengd matvæli.
Veittur var styrkur til þriggja nýrra verkefna. Umhverfið þitt ses., hlaut styrk til forathugunar á tveimur verkefnum - annars vegar lífdísilframleiðslu í Skagafirði og hins vegar framleiðslu undirburðar fyrir hross, úr úrgangshálmi og -pappír. Félag ferðaþjónustunnar í Skagafirði hlaut styrk vegna verkefnisins Á Sturlungaslóð í Skagafirði.
Afgreiðslu fimm umsókna var frestað, en öðrum hafnað að þessu sinni.