Fimmtudagsdagskrá Húnavöku 2014
Húnavaka 2014 hefst í dag, fimmtudaginn 17. júlí og stendur fram til sunnudags. Nóg verður um að vera alla helgina í tilefni hátíðarinnar og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
Dagskráin í dag:
10:00-17:00 Laxasetur Íslands, lifandi sýning laxfiska. Mikið af flottu handverki til sölu.
11:00-17:00 Hafíssetrið, sýning um hafís í Hillebrandtshúsinu sem er eitt af elstu timburhúsum landsins.
13:00-17:00 Textílsetur Íslands/Minjastofa Kvennaskólans, sýning á Minjastofu Kvennaskólans. Vatnsdæla á refli. "Lykkjurnar mínar" eftir Þórdísi Erlu Björnsdóttur. "Smásýning" eftir Jóhönnu E. Pálmadóttur. Gallerý textíllistamanna.
18:30 Húnavakan sett fyrir framan Hafíssetrið, umhverfisverðlaun Blönduósbæjar veitt.
18:40 Grillpartý í gamla bænum - allir velkomnir! Hver og einn kemur með mat og drykk fyrir sig og sína. Muna að taka með borð og stóla. Veitt verða verðlaun fyrir frumlegasta og flottasta eftirréttinn.
20:30 Leikir og fjör í gamla bænum. Hæfileikakeppni á milli hverfa.
22:00-24:00 Tónleikar á Hótel Blöndu, Gummi Jóns og Vestanáttin, aðgangseyrir 2000 kr. Sveitin kemur til með að leika lög úr lagabálki Guðmundar, söngva af sólóplötum hans, lög með Sálinni hans Jóns míns og fleiri ópusa. Barinn opinn.
Frá 23:00 Trukkarnir halda uppi stuði á Árbakkanum. 1000 kr inn og kaldur á krana fylgir með.