Finna á leiðir til þess að draga tímabundið úr atvinnuleysi

Byggðaráð Skagafjarðar fór á fundi sínum í gær yfir hugmyndir um átak til fjölgunar sumarstarfa hjá sveitarfélaginu.
Hafði málinu áður verði vísað til byggðarráðs frá 46. fundi atvinnu- og ferðamálanefndar. Byggðaráð tekur jákvætt í það að fundnar verði leiðir til þess að draga tímabundið úr atvinnuleysi í sumar með sérstökum ráðstöfunum í samvinnu við VMST, með fyrirvara þó um fjárahagslegt svigrúm sveitarfélagsins í þeirri vinnu sem stendur yfir við endurskoðun fjárhagsáætlunar. Beinir ráðið því til l atvinnu- og ferðamálanefndar að fundað verði með fulltrúum atvinnulífsins og Vinnumálastofnunar og farið yfir afstöðu þeirra til sumarafleysinga og ráðninga. Sveitarstjóra ásamt sviðstjórum var falið að vinna að samþættingu þeirra aðgerða sem sveitarfélagið geti farið í og móta í framhaldi af því tillögu til byggðaráðs.

Fleiri fréttir