FISK-Seafood eignast hlut í Vinnslustöðinni

Mynd: Eyjafréttir.is.
Mynd: Eyjafréttir.is.

FISK-Seafood ehf. á Sauðárkróki hefur gengið frá samningi um kaup á öllum eignarhlut Brims hf. í Vinnslustöðinni hf. í Vestmannaeyjum. Um er að ræða þriðjungs hlut alls hlutafjár í Vinnslustöðinni. Kaupverðið er kr. níu milljarðar og fjögurhundruð milljónir. Samningurinn verður sendur Samkeppniseftirlitinu.

Stjórn og stjórnendur FISK-Seafood ehf. vænta góðs samstarfs við eigendur og stjórnendur Vinnslustöðvarinnar hf. og sjá mikil tækifæri í rekstri félagsins og samvinnu þessara tveggja sjávarútvegsfyrirtækja. 
/Fréttatilkynning

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir