Fiskiréttahlaðborð í upphafi Sæluviku
feykir.is
Skagafjörður
21.04.2010
kl. 09.24
Til stendur að bjóða upp á fiskiréttahlaðborði í Ljósheimum til styrktar Þuríði Hörpu Sigurðardóttur í upphafi Sæluviku, sunnudaginn 25. apríl n.k. kl. 12.00 – 14.00
Fiskiréttahlaðborðið verður veglegt og glæsilegt enda útbúið af hópi skagfiskra sælkera og óhætt verður að koma með alla fjölskylduna því sér hlaðborð verður með barnvæna rétti. Pantanir þurfa að berast fyrir þriðjudaginn 20. apríl í síma 868 42 04 eða 453 52 9.
Börn 0 – 6 ára geta borðað frítt en börn 7 – 12 ára greiða kr. 700 og fullorðnir kr. 1.800. Upplagt er að hefja Sæluviku á girnilegu sælkeraborði í Ljósheimum og styrkja gott málefni í leiðinni.