Fisktækninámið í fullum gangi

Kennsla í fisktækninámi á vegum Farskólans, Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, Fisktækniskólans og Fisk Seafood er í fullum gangi og gengur vel, að sögn bæði nemenda og kennara. Nýlega fengu fjórir nemendur það verkefni að bera saman þrjár tegundir fiskvinnslu.

Stúlkurnar fjórar fóru í heimsókn í Dögun á Sauðárkróki  og fengu þar að skoða rækjuvinnslu, síðan skoðuðu þær sinn eigin vinnustað, bolfiskvinnslu FISK í nýju ljósi og enduðu á því að fara um borð í frystitogarann Arnar í Skagastrandarhöfn og fræðast um vinnsluferlið þar.

Eftir þessar heimsóknir allar skila þær verkefni með samanburði á vinnuferlum þessara mismunandi vinnsla. Nú í vikulokinn verður svo haldið  vinnuvélanámskeið sem er hluti af náminu.

 

Fleiri fréttir