Fjárhagsáætlun ekki til fyrr en í lok janúar

Byggðaráð Skagafjarðar hefur samþykkt að nýta undanþágu samgönguráðherra um skil á fjárhagsáætlun og óska eftir frest á endanlegri gerð fjárhagsáætlunar til janúar loka árið 2009.

 

Samgönguráðuneytið hefur heimilað þeim sveitarfélögum sem sjá sér ekki fært að uppfylla ákvæði um skil á fjárhagsáætlun innan hins tiltekna frests sem er 31. 12 ár hvert lengri frest enda séu brýnar ástæður fyrir hendi. Í erindi sem samgönguráðuneytið sendi sveitarfélaginu Skagafirði kemur fram að ráðuneytið muni skoða jákvætt að veita slíka fresti verði eftir því leitað, enda liggi fyrir formleg ákvörðun í sveitarstjórn eða byggðaráði þar að lútandi.
Fjárhagsáætlun sveitarfélagsins og stofnana þess vegna ársins 2009 lögð fram til fyrri umræðu byggðaráðs í gær. Samþykkti byggðaráð í framhaldinu að vísa fjárhagsáætluninni, með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum, til fyrri umræðu í sveitarstjórn.

Fleiri fréttir