Fjárhagsáætlun svf. Skagafjarðar endurskoðuð

Á síðasta fundi byggðaráðs svf. Skagafjarðar voru lögð fram drög að endurskoðun fjárhagsáætlunar 2010. Gerðar hafa verið breytingar á aðalsjóði sem nema 36.489 þús.kr. til hækkunar rekstrarútgjalda.

Breytingar eignasjóðs eru til lækkunar útgjalda um 34.377 þús.kr. og hækkun útgjalda þjónustustöðvar um 3.996 þús.kr. Breytingar í A-hluta nema því nettó 6.108 þús.kr. til hækkunar gjalda. Breyting hjá sjóðum í B hluta er lækkun gjalda um 6.108 þús.kr.

Í samanteknum rekstrareikningi A og B hluta sveitarsjóðs er því ekki gert ráð fyrir breytingu á niðurstöðu ársins frá fyrri áætlun. Fjárfesting hækkar í heildina um 19.900 þús.kr. milli áætlana.

Aðrar breytingar hafa ekki verið gerðar, nema að nú eru upphafstölur efnahagsreiknings byggðar á niðurstöðu ársreiknings 2009 í stað áætlaðrar niðurstöðu í árslok 2009.

Byggðarráð samþykkti áætlunina með áorðnum breytingum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir