Fjölbreytni og nýjungar á atvinnulífssýningu á Sauðárkróki

Sýndir voru þjóðbúningar frá ýmsum tímum. Myndir: FE
Sýndir voru þjóðbúningar frá ýmsum tímum. Myndir: FE

Mikið fjölmenni sótti atvinnulífssýninguna á Sauðárkróki í dag og gjörla mátti sjá að mikil fjölbreytni er í atvinnulífi og menningu í Skagafirði. Sérstaklega var gaman að sjá hve mikið var um nýsköpun og margir frumkvöðlar sýndu það sem þeir hafa að bjóða. 

Karlakórinn Heimir tók lagið við setningarathöfnina, flutt voru ávörp og undirritaðar viljayfirlýsingar um byggingu menningarhúss á Sauðárkróki og nýsköpunar- og frumkvöðlasamkeppnina Ræsing Skagafjörður. Einnig voru á dagskránni sýning á glæsilegum íslenskum þjóðbúningum, nemendur úr Árskóla sýndu sýnishorn af fatnaði sem hannaður er og framleiddur í héraðinu og ungir tónlistarmenn fluttu tónlistaratriði.

Meðfylgjandi myndir sýna brot af því sem fyrir augun bar í dag.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir