Fjölbreytt dagskrá á Opnum dögum
Hinir árlegu Opnu dagar Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra hefjast miðvikudaginn 27. febrúar. Þeir munu standa yfir út vikuna og ljúka með árshátíð Nemendafélagsins á föstudagskvöldið.
Samkvæmt heimasíðu FNV er dagskrá Opna daga afar fjölbreytt, allt frá árshátíðarundirbúningi til Zumbu. Einnig er búið að skipuleggja ýmsa viðburði á kvöldin.
